4. jún. 2014

Útskriftarferð leikskóla í boði Lionsmanna

Líkt og undanfarin ár, buðu Lionsmenn börnum á Holtakoti ásamt Krakkakoti og Bæjarbóli í ferð í tilefni af útskrift úr leikskólanum.
  • Séð yfir Garðabæ

Líkt og undanfarin ár, buðu Lionsmenn börnum á Holtakoti ásamt Krakkakoti og Bæjarbóli í ferð í tilefni af útskrift úr leikskólanum.

Farið var í bústað, þar sem börn og fullorðnir sungu, léku sér, grilluðu pylsur og fengu ís í eftirrétt. Að því loknu var komið við á Háafell í Hvítársíðu en þar er stærsta geitabú landsins. Þar var boðið upp á nónhressingu, pönnukökur, snúða, kleinur og safa.

Við heimkomu fengu öll börnin og leikskólarnir Dýrin í Hálsaskógi á geisladisk að gjöf frá Lionsfélögunum.

Leikskólastjórarnir þakka fyrir frábæra ferð og hlýhug í garð leikskólanna.