3. jún. 2014

Laun og fyrirkomulag sumarstarfa

Sumarstörfin eru hafin hjá Garðabæ. Sumarstarfsmenn eru minntir á að ganga frá ráðningarsamningi og skila inn skattkorti.
  • Séð yfir Garðabæ

Stór hópur sumarstarfsmanna mætti til starfa hjá Garðabæ í gær. Sumarstarfsmennirnir starfa víðsvegar um bæinn; í skógræktarátaki, í skapandi hóp og hjá félögum og í stofnunum bæjarins. Eins og undanfarin sumur fengu öll ungmenni sem sóttu um starf, tilboð um starf hjá Garðabæ.

Allir sumarstarfsmenn þurfa, fyrir 10. júní, að skrifa undir ráðningarsamning hjá sínum flokkstjóra eða yfirmanni og skila inn skattkorti. Munið að setja upplýsingar um bankareikning í ráðningarsamninginn.

Laun sumarstarfsfólks

Ungmenni fædd 1997 vinna 6 klst. á dag í 7 vikur, 75% starf. Mánaðarlaun þeirra eru því 173.792 * 75 % =  135.1768
Ungmenni fædd 1996 og fyrr vinna 7 klst. á dag í 8 vikur, 87;5% starf. Mánaðarlaun þeirra eru því 211.941 * 87,5% = 192.324