28. maí 2014

Forvarnir og heilbrigði á Sunnuhvoli

Þróunarverkefni um forvarnir og heilbrigði var sett á laggirnar á leikskólanum Sunnuhvoli með styrk frá Lýðheilsusjóði veturinn 2013 – 2014.
  • Séð yfir Garðabæ

Þróunarverkefni um forvarnir og heilbrigði var sett á laggirnar á leikskólanum Sunnuhvoli með styrk frá Lýðheilsusjóði veturinn 2013 – 2014. Kveikjan að verkefninu var að verið var að breyta leikskólanum í ungbarnaleikskóla fyrir börn á aldrinum 12 – 24 mánaða. Því þurfti að endurskoða stefnu leikskólans og skólanámskrá. 

Ákveðið var að áherslur Sunnuhvols yrðu á forvarnir með heilbrigðum lifnaðar- og starfsháttum og að stuðla að vellíðan barna og starfsfólks.

Lögð var áhersla á eftirfarandi þætti í verkefninu:
1. Uppbyggingu ónæmiskerfis 12- 24 mánaða barna, næringu, tannvernd, tengsl og samskipti, hreyfingu og útiveru og hvíld og slökun.
2. Líkamsbeitingu starfsfólks í daglegu starfi, starfsánægju, næringu og hreyfingu.

Áherslur verkefnisins voru framkvæmdar í daglegu starfi veturinn 2013 – 2014 og metnar að þeim tíma liðnum.

Niðurstöður verkefnisins geta nýst sveitarfélögum sem mörg hver eru í uppbyggingu leikskólaúrræða fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til almenn leikskólaganga hefst. Þær geta einnig nýst leikskólakennurum sem leiðbeiningar við að stuðla að heilbrigði og vellíðan í leikskólastarfi með yngstu börnunum. Einnig geta niðurstöður verkefnisins nýst sem fræðsla fyrir foreldra barna um innihald og forvarnargildi heilbrigðs lífsstíls og forvarnargildi þess.

Hér má nálgast skýrslu um verkefnið