26. maí 2014

Hringsjá á Smalaholti afhjúpuð

Ný hringsjá var afhjúpuð efst á Smalaholti sunnudaginn 25. maí 2014.
  • Séð yfir Garðabæ

Ný hringsjá var afhjúpuð efst á Smalaholti sunnudaginn 25. maí 2014.

Hringsjáin er samstarfsverkefni umhverfisnefndar Garðabæjar og umhverfisráðs Kópavogs, enda á hornamarki sveitarfélaganna. Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs Kópavogs og Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar afhjúpuðu hringsjána í kalsa rigningu.

Hönnuður hringsjárinnar er Jakob Hálfdánarson tæknifræðingur ásamt samstarfsfólki. Örnefnarýnar voru Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur f.h. Kópavogs og Sigurður Björnsson verkfræðingur f.h. Skógræktarfélags Garðabæjar. Sólsteinar/Steinssmiðja S. Helgasonar kom hringsjánni fyrir á hringlaga granítsteini. en skífan sjálf er krómhúðuð hringlaga koparplata.

Gunnar bæjarstjóri gat þess við afhjúpunina að vonandi bæru bæjarfélögin gæfu til að sjá til þess að á Smalaholti yrði áfram útivistarsvæði. Skógræktarfélög Garðabæjar og Kópavogs hafa ræktað útivistarskóg utan í holtinu frá 1990 með þátttöku í landgræðsluskógaverkefninu. Þar er vaxinn upp skógur með útivistarstígum og áningastöðum sem er opinn almenningi til útivistar. Hringsjáin á Smalaholti er komin á útivistarkort Skógræktarfélagsins.

Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri Garðabæjar áttu hugmyndina að því að setja upp hringsjá á Smalaholti sem samstarfsverkefni bæjarfélaganna og höfðu umsjón með framkvæmdinni.

Þrjá hringsjár eru nú í landi Garðabæjar þ.e. í Heiðmörk ofan Hjallamisgengis, á Garðaholti.