21. maí 2014

Ársskýrsla Garðabæjar fyrir árið 2013

Ársskýrsla Garðabæjar fyrir árið 2013 er nú aðgengileg á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Ársskýrsla Garðabæjar fyrir árið 2013 er nú komin út og aðgengileg á vef Garðabæjar. Í ársskýrslunni er gefið yfirlit yfir starfsemi bæjarins á árinu 2013 auk þess sem ársreikningurinn er birtur þar. Árið 2013 var tímamótaár þar sem það var fyrsta ár sameinaðs sveitarfélags Garðabæjar og Álftaness.

Meðal þess sem rakið er í skýrslunni er opnun hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á Sjálandi, dreifing á pappírstunnum til heimila, aukið umfang í rekstinum með tilkomu sameiningar, glæsilegir stórtónleikar á Vífilsstaðatúni og hverfafundir bæjarstjóra.

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2013 var jákvæð um 490 milljónir króna, eins og sjá má í ársreikningnum, sem er mun betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir

Ársskýrsla Garðabæjar fyrir árið 2013