16. maí 2014

10 ára afmæli Alþjóðaskólans

Nemendur og starfsmenn Alþjóðaskólans á Íslandi, sem er með aðsetur í húsnæði Sjálandsskóla, héldu upp á 10 ára afmæli skólans miðvikudaginn 14. maí.
  • Séð yfir Garðabæ
Nemendur og starfsmenn Alþjóðaskólans á Íslandi, sem er með aðsetur í húsnæði Sjálandsskóla, héldu upp á 10 ára afmæli skólans miðvikudaginn 14. maí. 

Slegið var upp hátíð í skólanum með söng, dans og gleði. 

Hátíðahöldin hófust á söng nemenda og ávarpi Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Næst stigu dansarar á stokk, víkingar sýndu bardagalistir, Íris Eva Magnúsdóttir, fyrrverandi nemandi og Paul Christopher O´Friel, Chargé d´Affairs hjá bandaríska sendiráðinu ávörpuðu samkomuna og að lokum kom Ingó veðurguð og skemmti gestum með söng.

Sérstakir gestir hátíðarinnar voru forsetahjónin, Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og Gunnar Einarsson bæjarstjóri.