9. maí 2014

Yfirlitskort af friðuðum svæðum

Í lok apríl voru undirritaðar nýjar friðlýsingar í Garðabæ sem ná til Hraunahluta Búrfellshrauns þ.e. Garðahrauns, Vífilsstaðahrauns og Maríuhella. Hér má nú nálgast nýtt yfirlitskort sem sýnir uppdrátt af öllum friðuðum svæðum í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Í lok apríl voru undirritaðar nýjar friðlýsingar í Garðabæ sem ná til Hraunahluta Búrfellshrauns þ.e. Garðahrauns, Vífilsstaðahrauns og Maríuhella, samtals 156,3 hektara. Einnig til Búrfells, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár, samtals 323 hektarar sem voru friðlýstir sem náttúruvætti. Friðlýsingarnar eru áfangi að því markmiði að friðlýsa Búrfellshraun allt frá gíg að strandar en að því hefur verið unnið í áföngum frá árinu 2006.

Sjá nánari upplýsingar um friðlýsingar í frétt frá 30. apríl sl. hér á vef Garðabæjar.

Hér má nú nálgast nýtt yfirlitskort sem sýnir uppdrátt af öllum friðuðum svæðum í Garðabæ (pdf-skjal).