5. maí 2014

Nýi bílakjallarinn kominn í notkun

135 ný bílastæði bættust við á Garðatorgi 2. maí þegar bílakjallarinn var tekinn í notkun
  • Séð yfir Garðabæ

Nýi bílakjallarinn á Garðatorgi var tekinn í notkun með pompi og pragt föstudaginn 2. maí.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar klippti í sundur borða sem hafði verið strengdur fyrir innkeyrsluna og fékk síðan far með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra inn í kjallarann á fyrsta bílnum sem var lagt þar inni. Áður hafði bæjarstjóri boðið íbúum og starfsfólki á torginu til móttöku í kjallaranum sem þakklætisvott fyrir þolinmæði þess á meðan á framkvæmdunum stóð.

Pylsuvagn frá Bæjarins bestu pylsum var á torginu kl. 14-18 og afgreiddi samtals um 350 pylsur til þeirra sem áttu leið hjá. Þá lagði fjöldi fólks leið sína í verslanir við Garðatorg sem voru með góð tilboð til viðskiptavina þennan dag.

Í bílakjallaranum eru 135 ókeypis stæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk við Garðatorg.