Vel heppnuð jazzhátíð
Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í níunda sinn dagana 24.-26. apríl sl. Hátíðin bauð upp á fjölbreytt prógram að vanda og listrænn stjórnandi frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Að þessu sinni voru haldnir þrennir kvöldtónleikar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og tónleikar í Jónshúsi, félagsmiðstöð við Strikið og í Haukshúsi á Álftanesi. Fjölmargir af þekktustu jazztónlistarmönnum landsins sem margir hverjir eiga rætur sínar að rekja til Garðabæjar tóku þátt í hátíðinni, í ár var einnig boðið upp á tónleika í jözzuðum stíl með Kvennakór Garðabæjar. Hátíðin var vel sótt í ár og margir gestir komu kvöld eftir kvöld til að hlusta á jazz í fallegu vorveðri.
Jazzhátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og styrktaraðili er Íslandsbanki í Garðabæ.
Fleiri myndir frá jazzhátíðinni má sjá á fésbókarsíðu Garðabæjar.