2. apr. 2014

Frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni og biðlisti vegna sumarstarfa

Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Garðabæ rann út í gær 1. apríl. Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir á biðlista og mun verða hægt að sækja um á biðlistann 3. apríl.
  • Séð yfir Garðabæ

Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Garðabæ rann út í gær 1. apríl. Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir á biðlista og mun verða hægt að sækja um á biðlistann 3. apríl. Alls bárust 447 umsóknir um sumarstörf.

Í sumar verður atvinnutengt frístundaúrræði í boði fyrir fötluð ungmenni frá 17 ára aldri í Garðabæ. Úrræðið er tengt atvinnuátaki sem bærinn bauð uppá fyrst 2009 sem tryggir ungmennum eldri en 17 ára vinnu í allt að 6-7 tíma á dag. Boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Markmiðið með úrræðinu er að gefa öllum ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í störfum með stuðningi. Frístundastarfið verður fjölbreytt og sniðið að þörfum þeirra sem taka þátt og unnið með þeim að þróun starfsins. Markmiðið með frístundastarfinu er að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.

Opnað verður fyrir skráningu í atvinnutengt frístundaúrræði 3. apríl.