21. mar. 2014

Kynnti sér stjórnun og rekstur leikskóla

Nýr forstöðumaður Barna- og ungdómsdeildar í Þórshöfn í Færeyjum kom nýlega í heimsókn til Garðabæjar til að kynna sér leikskólastarf í bænum.
  • Séð yfir Garðabæ

Nýr forstöðumaður Barna- og ungdómsdeildar í Þórshöfn í Færeyjum kom nýlega í heimsókn til Garðabæjar til að kynna sér leikskólastarf í bænum. Anna Magnea Hreinsdóttir, leikskólafulltrúi Garðabæjar tók á móti forstöðumanninum, Ruth Vang og Klöru Finnbogadóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem var í för með henni og sagði þeim frá leikskólastarfi í Garðabæ. Ruth hafði sérstakan áhuga á að kynna sér hvernig sveitarfélög og aðrir rekstraraðilar leikskóla koma til móts við þarfir barna og foreldra með tilliti til stjórnunar og fjármögnunar.

Anna Magnea fór einnig með þeim Ruth og Klöru í heimsókn á leikskólann Akra þar sem Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri tók á móti þeim og sagði þeim frá starfinu.

Ruth var stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnunni Cities for Youth sem haldin var í Reykjavík dagana 19. og 20. mars.