11. mar. 2014

Góugleði í tali og tónum

Kvennakór Garðabæjar bauð upp á sannkallaða veislu í tali á tónum á Góugleði fimmtudaginn 6. mars sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Undanfarin ár hefur kvennakórinn haldið Góugleði þar sem kórinn fær til sín góða gesti sem taka þátt í skemmtilegri dagskrá.
  • Séð yfir Garðabæ

Kvennakór Garðabæjar bauð upp á sannkallaða veislu í tali á tónum á Góugleði fimmtudaginn 6. mars sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.  Undanfarin ár hefur kvennakórinn haldið Góugleði þar sem kórinn fær til sín góða gesti sem taka þátt í skemmtilegri dagskrá.  Kynnir í ár var Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ræðumaður kvöldsins var Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar.  Kórinn söng vel valin lög sem kórkonur hafa verið að æfa undanfarið við undirleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur á piano.  

Hefð er komin fyrir því að kórinn fái til sín bæjarlistamann Garðabæjar hverju sinni og núverandi bæjarlistamaður er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og kórstjóri kvennakórsins.  Ingibjörg steig á svið og flutti meðal annars hugljúfar óperuaríur og lög eftir Tryggva Baldvinsson tónskáld. Einnig stigu á svið ungir og efnilegir nemendur við Tónlistarskóla Garðabæjar.  Framundan er margt um að vera hjá Kvennakór Garðabæjar sem tekur meðal annars þátt í Jazzhátíð Garðabæjar sem verður haldin í lok apríl.