24. feb. 2014

Ragnar Gíslason

Ragnar Gíslason, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla verður jarðsunginn í dag
  • Séð yfir Garðabæ

Ragnar Gíslason, fyrrverandi skólastjóri Garðaskóla verður jarðsunginn í dag. Ragnar Gíslason fæddist í Reykjavík 24. október 1951. Hann lést 14. febrúar 2014.

Ragnar tók við starfi skólastjóra Garðaskóla í ársbyrjun 2002 og hefur frá þeim tíma verið virkur þátttakandi í mótun skólasamfélagsins í Garðabæ. Í starfi sínu efldi Ragnar áherslur Garðaskóla á sterka faggreinakennslu og fjölbreytt námsframboð. Ragnar hafði ávallt hagsmuni nemenda sinna í fyrirrúmi og uppskar í samræmi við það enda hafa kannanir sýnt að nemendur í Garðaskóla eru jákvæðir gagnvart skólanum sínum, líður þar vel og ná góðum árangri í námi. 

Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri á Hæðarbóli. Saman hafa þau hjónin verið órjúfanlegur hluti af skólasamfélaginu í Garðabæ og í gegnum störf sín tengst fjölmörgum fjölskyldum í bænum.

Bæjarstjórn og starfsfólk Garðabæjar vottar Ingibjörgu og afkomendum þeirra hjóna innilega samúð vegna fráfalls Ragnars um leið og Ragnari er þakkað fyrir góð störf sín í þágu bæjarins.