19. feb. 2014

Tók þátt í starfi þjónustuversins

Gunnar Einarsson bæjarstjóri sat í þjónustuveri Ráðhússins í morgun, svaraði símanum og leysti úr erindum viðskiptavina sem áttu þangað leið. Gunnar var þar með fyrstur starfsmanna úr öðrum deildum stjórnsýslunnar taka þátt í starfsemi þjónustuversins.
  • Séð yfir Garðabæ

Gunnar Einarsson bæjarstjóri sat í þjónustuveri Ráðhússins í morgun, svaraði símanum og leysti úr erindum viðskiptavina sem áttu þangað leið. Gunnar var þar með fyrstur starfsmanna úr öðrum deildum stjórnsýslunnar til að taka þátt í starfsemi þjónustuversins.  

Sunnar Sigurðardóttir, þjónustustjóri Garðabæjar segir að ætlunin sé að í lok þessa árs hafi allir starfsmenn tekið þátt í þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í þjónustuverinu. "Tilgangurinn er að allir starfsmenn heyri beint frá bæjarbúum og einnig að bæta tengingu þjónustuvers við allar deildir á bæjarskrifstofunum og auka þar með þjónustu til bæjarbúa. Við lítum á þetta sem gott tækifæri til að kynnast betur og til að gefa samstarfsfólki okkar tækifæri til að sjá hvað við fáumst við hérna á jarðhæðinni. Við viljum auðvitað meina að þjónustuverið sé skemmtilegasti staðurinn í húsinu. Hér er aldrei dauð stund enda erum við í miklum og beinum samskiptum við íbúa bæjarins á hverjum einasta degi."

Reiknað er með að einn starsfmaður úr stjórnsýslunni spreyti sig í starfi þjónustufulltrúa í hverri viku, í tvær til þrjár klukkustundir í senn. Viðskiptavinir geta því átt von á því að hitta á "starfsmann í þjálfun" næst þegar þeir eiga erindi við bæjarskrifstofurnar.

Á myndunum sést hvar bæjarstjóri svarar símanum í þjónustuveri undir handleiðslu þjónustufulltrúanna Hildar Benediktsdóttur og Kristjönu Kjartansdóttir.