Fræðsla um iPad í leikskólastarfi með börnum
Fimmtudaginn 23 janúar hélt menntanefnd leikskóla í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi námskeið fyrir starfsfólk leikskóla um notkun iPad í leikskólastarfi með börnum.
Rakel Magnúsdóttir og Ólöf Una Haraldsdóttir fjölluðu um þróunarverkefni sem unnin hafa verið í leikskólum í Reykjavík og í Garðabæ og kynntu kennsluforrit sem henta ungum börnum. Fjölmenni var á námskeiðinu eða rúmlega 70 manns og urðu margir frá að hverfa. Vegna mikils áhuga starfsfólks leikskóla á að kynna sér töfra spjaldtölvunnar verður haldið annað námskeið í febrúar.
Fjallað var um helstu forrit sem notuð hafa verið í leikskólastarfi með börnum svo sem brúðuleikhús og minnisleiki, ljósmyndun, myndbönd og rafbækur. Einnig var sagt frá möguleikum samskipta með Facetime og aðra samskiptamöguleika iPad. Að lokum var vefurinn www.appland.is kynntur.
Upplýsingar um þróunarverkefni sem fékk styrk frá Nordplus sem unnið er að í Garðabæ í samstarfi við vinabæi Garðabæjar er hægt að nálgast á www.ilek.is
Skýrslu um þróunarverkefni sem unnið hefur verið í Reykjavík er hægt að nálgast hér: http://www.bakkaberg.is/images/bakkaberg/pdf/utml_skyrsla.pdf