21. jan. 2014

Viljum ýta undir frumkvöðlastarf

Myndband þar sem bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar svara m.a. þeirri spurningu af hverju sveitarfélögin taka þátt í rekstri Kveikjunnar.
  • Séð yfir Garðabæ

Á frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnarfirði hafa frumkvöðlar aðstöðu til að vinna að þróun viðskiptahugmynda undir leiðsögn sérfræðinga frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Kveikjan er til húsa að Strandgötu 31, Hafnarfirði og er rekin af Garðabæ og Hafnarfjarðarbæ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  

Í dag eru níu fyrirtæki starfandi á setrinu og vinna þau að fjölbreyttum hugmyndum, allt frá handteiknuðum heimi tölvuleikja yfir í þróun á flotastjórnunarkerfi fyrir flugiðnaðinn.

Samningur um rekstur Kveikjunnar var endurnýjaður í nóvember 2013 og við það tækifæri var búið til myndband þar sem bæjarstjórarnir svara m.a. þeirri spurning af hverju sveitarfélögin taka þátt í rekstri Kveikjunnar. 

Myndbandið er hægt að horfa á, á facebook síðu Garðabæjar.