16. jan. 2014

Styttist í bílakjallarann

Framkvæmdir við bílakjallarann á Garðatorgi eru nú langt komnar og það styttist mjög í að unnt verði að taka hann í notkun.
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir við bílakjallarann á Garðatorgi eru nú langt komnar og það styttist mjög í að unnt verði að taka hann í notkun. Nýlega var malbikað ofan á þann hluta sem er næstur göngugötunni og miðju torgsins. Stefnt er að því að opna fyrir umferð þangað inn og fjölga bílastæðum á næstu vikum.

Einnig er verið að ganga varanlega frá yfirborðinu fyrir framan Hönnunarsafnið skv. fyrirliggjandi hönnun Landslags arkitektastofu en þar er lögð bæði ný snjóbræðsla og nýjar gangstéttarhellur.

Þetta og fleira má lesa í nýju fréttabréfi um framkvæmdir í miðbænum á vef Garðabæjar.