13. jan. 2014

Páll Grétarsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir störf að íþróttamálum

Páll Grétarsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir frábær störf að íþróttamálum, þegar tilkynnt var um kjör íþróttamanna Garðabæjar 2013 sunnudaginn 12. janúar.
  • Séð yfir Garðabæ

Páll Grétarsson, fjármálastjóri Stjörnunnar fékk heiðursviðurkenningu fyrir frábær störf að íþróttamálum, þegar tilkynnt var um kjör íþróttamanna Garðabæjar 2013 sunnudaginn 12. janúar.

Í umsögn Íþrótta- og tómstundaráðs segir:

"Pál Grétarsson þekkja allir sem koma að íþróttastarfi í Garðabæ. Páll var framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar frá árinu 1992-1995 og framkvæmdastjóri félagsins alls frá 1995 til 1997. Hann tók aftur við starfi framkvæmdastjóra Stjörnunnar árið 2004 og hefur nú gegnt því í 10 ár.
Páll er nú að taka við sem fjármálastjóri Stjörnunnar og fannst íþrótta- og tómstundaráði rétt og skylt að heiðra þennan mikla forystumann á þeim tímamótum.

Páll hefur ekki einungis komið að trúnaðarstörfum og sjálfboðaliðastörfum hjá Stjörnunni, hann var jafnframt forystumaður og stjórnarmaður í Skíðadeild Breiðabliks í meira en 10 ár, þá var hann formaður Skíðasambands Íslands um skeið. Auk þess hefur hann setið í stjórn skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins í meira en 10 ár. 

Menn eins og Páll Grétarsson, sem nánast helga líf sitt því að byggju upp og efla íþróttastarfið í samfélaginu, verða aldrei of oft heiðraðir fyrir framlag sitt.

Bestu þakkir Páll Grétarsson."

Frétt um íþróttamenn ársins 2013