26. maí 2014

Sýning frá Hönnunarsafninu á Akureyri

Sýningin “Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun” var opnuð í Ketilshúsinu á Akureyri laugardaginn 24. maí. Sýningin er fengið að láni frá Hönnunarsafni Íslands
  • Séð yfir Garðabæ
Sýningin “Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun” var opnuð í Ketilshúsinu á Akureyri laugardaginn 24. maí. Sýningin er fengið að láni frá Hönnunarsafni Íslands og mun standa yfir í sumar, til 10. ágúst næstkomandi.

Um er að ræða yfirlitssýningu á verkum eins af mentorum okkar í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi, en Gísli B. Björnsson og verk hans eru vel þekkt. Ýmis merki stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka sem Gísli hefur hannað eru enn í notkun og verða á vegi okkar daglega. Gísli var atkvæðamikill í rekstri auglýsingastofa og kenndi allan sinn starfsferil fjölda nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum og síðar Listaháskóla Íslands.

Sýningin var fyrst sett upp í Hönnunarsafni Íslands í október 2012 og stóð fram í mars 2013. Hún hlaut mjög góðar viðtökur, enda innihaldsrík og mikið er lagt upp úr sýningarhönnun. Sýningarstjóri og hönnuður sýningarinnar, Ármann Agnarsson fékk verðlaun í opnum flokki FÍT á uppskeruhátíð 2013 fyrir sýninguna.

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands flutti ávarp við opnunarathöfnina og nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson tók við sýningunni.

Á myndinni eru: Ármann Agnarsson sýningarstjóri, Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu og menningarsviðs Garðabæjar, Þorbjörg Ásgeirsdóttir safnfulltrúi, Gísli B. Björnsson og Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands