Gefandi samstarf Ísafoldar og Garðaskóla
Hópur nemenda úr 8. og 9. bekk í Garðaskóla tók þátt í sjálfboðastarfi á Ísafold, hjúkrunarheimili, fyrir jólin.
Hópur nemenda úr 8. og 9. bekk í Garðaskóla tók þátt í sjálfboðastarfi á Ísafold, hjúkrunarheimili, fyrir jólin.
Nemendurnir tóku þátt í að að baka jólasmákökur með heimilisfólki, dagdvalargestum og starfsfólki Ísafoldar, föndra jólaskraut, skreyta jólatrén og skapa jólastemmningu með jólasöng. Á vef Ísafoldar segir að samstarfið hafi tekist afar vel og að hópurinn sem tók þátt í verkefninu hafi verið til mikillar fyrirmyndar.
Verkefnið er fyrsti hluti af skemmtilegu og gefandi samstarfi Ísafoldar og Garðaskóla sem snýr að þátttöku ungmenna í samfélagslegum verkefnum.
Frétt á vef Ísafoldar, þar sem sjá má fleiri myndir af starfinu.