9. jan. 2014

Garðabær tryggir hjá VÍS

Gengið hefur verið frá nýjum samningi um tryggingar á milli VÍS og Garðabæjar að undangengnu útboði hjá sveitarfélaginu.
  • Séð yfir Garðabæ

Gengið hefur verið frá nýjum samningi um tryggingar á milli VÍS og Garðabæjar að undangengnu útboði hjá sveitarfélaginu. Bæði Garðabær og Álftanes sem nú hafa sameinast, hafa frá ómunatíð tryggt starfsemi sína hjá VÍS og forverum þess. 

Áhersla á forvarnir

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS er ánægð með samninginn. "Við erum afskaplega ánægð með að Garðabær sjái hag sínum best borgið hjá okkur hér eftir sem hingað til. Samstarfið hefur gengið vel. Við höfum til að mynda heimsótt allar stofnanir bæjarins og tekið forvarnir út hjá hverri og einni og gefið einkunn. Garðabær er til fyrirmyndar á þessu sviði og markvisst tekið á málum ef þörf krefur. Við leggjum áfram áherslu á að fyrirbyggja slysin og efla forvarnarsamstarfið." 
 
Gunnar Einarsson bæjarstjóri er líka ánægður með útkomuna. "Forvarnaráherslur VÍS falla mjög vel að allri okkar starfsemi og nú njótum við frekari ávinnings af því samstarfi. VÍS hefur verið tryggingafélag bæði Garðabæjar og Álftaness um áratugaskeið og það samstarf hefur verið farsælt."