2. jan. 2014

Frumkvöðlastarf í Hofsstaðaskóla vekur athygli

Frumkvöðlastarf í Hofsstaðaskóla er meðal umfjöllunarefna í nýju tímariti sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um frumkvöðlafræðslu í grunnskólum í samvinnu við hugsmiðjuna Mandag Morgen.
  • Séð yfir Garðabæ

Frumkvöðlastarf í Hofsstaðaskóla er meðal umfjöllunarefna í nýju tímariti sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um frumkvöðlafræðslu í grunnskólum í samvinnu við hugsmiðjuna Mandag Morgen. Fyrirsögn umfjöllunarinar er "Ideer flyver på gangene" eða "Hugmyndir fljúga um gangana".

Haldin var ráðstefna um efnið í nóvember sl. þar sem fulltrúar um 90 skóla og sveitarstjórna á Norðurlöndum komu saman og skiptust á reynslu og hugmyndum. Ráðstefnan var haldin í tengslum við alþjóðlega frumkvöðlaviku.

Í tímaritinu sem hægt er að skoða á vefnum er m.a. greint frá frumkvöðlastarfi í Hofstaðaskóla í Garðabæ, Ingunnarskóla í Reykjavík og Biophilia verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur, Reykjavíkurborgar og fleiri aðila.

Frétt á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um tímaritið.