3. jan. 2014

Síðasta sýningarhelgi Óvæntra kynna

Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýninguna Óvænt kynni í Hönnunarsafni Íslands en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 5. janúar.
  • Séð yfir Garðabæ

Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýninguna Óvænt kynni í Hönnunarsafni Íslands en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 5. janúar.

Á sýningunni er tekinn fyrir sá hluti íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska hýbýlamenningu upp úr 1930 og áhrif hans fram yfir 1980.

Á sýningunni eru munir úr safneign safnsins og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Á sýningunni má líta vle þekkta hönnunargripi sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk. Einnig eru þar óvæntir hlutir sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld.

Safnið verður opið laugardag og sunnudag 4. og 5. janúar kl. 12-17.

 

Verið velkomin.

Nánar um sýninguna.