27. des. 2013

Taktu þátt í vali á íþróttamönnum Garðabæjar 2013

Átta karlar og átta konur eru tilnefnd sem íþróttamenn Garðabæjar 2013. Frá og með 30. desember geta Garðbæingar tekið þátt í valinu hér á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Átta karlar og átta konur eru tilnefnd sem íþróttamenn Garðabæjar 2013.  Einn karlmaður og ein kona verða valin sem íþróttakarl og íþróttakona Garðabæjar 2013.

Mánudaginn 30. desember verður opnað fyrir vefkosningu hér á vef Garðabæjar sem stendur til og með 6. janúar.

Upplýsingar um íþróttamennina sem eru tilnefndir og afrek þeirra.

Tilkynnt verður um kjör íþróttamanna Garðabæjar í Ásgarði 12. janúar 2014.