29. nóv. 2013

Annar besti sveitarfélagavefurinn

Vefur Garðabæjar lenti í öðru til þriðja sæti í flokki sveitarfélaga í úttekt sem gerð var á opinberum vefjum í haust.
  • Séð yfir Garðabæ

Vefur Garðabæjar lenti í öðru til þriðja sæti í flokki sveitarfélaga í úttekt sem gerð var á opinberum vefjum í haust. Tilkynnt var um niðurstöður úttektarinnar í gær. Vefur Reykjavíkurborgar lenti í fyrsta sæti og var jafnframt valinn besti sveitarfélagavefurinn af dómnefnd og er nágrönnum okkar í höfuðborginni óskað til hamingju með þann flotta árangur.

Í öðru til þriðja sæti voru vina- og nágrannabæirnir Garðabær og Hafnarfjörður.

Vefur Ríkisskattstjóra var valinn besti vefur ríkisstofnunar.

Alls voru skoðaðir 265 vefir í úttektinni, þar af 72 vefir sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um framkvæmd og niðurstöður könnunarinnar eru á ut-vefnum.

Niðurstöður úttektar á opinberum vefum haustið 2013