25. nóv. 2013

Öll börn eru mikilvæg

Í tilefni af lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel 20. nóvember sl.en í ár eru liðin 24 ár frá því að sáttmálinn var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum. Á fundinum kynnti Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar innleiðingu Barnasáttmálans í Garðabæ og þau skref sem tekin hafa verið frá því að bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti að innleiða sáttmálann með markvissum hætti í stjórnsýslu og stofnanir Garðabæjar í samvinnu við Unicef á Íslandi.
  • Séð yfir Garðabæ

Í tilefni af lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi var haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel 20. nóvember sl.en í ár eru liðin 24 ár frá því að sáttmálinn var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum.  Á fundinum kynnti Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar innleiðingu Barnasáttmálans í Garðabæ og þau skref sem tekin hafa verið frá því að bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti að innleiða sáttmálann með markvissum hætti í stjórnsýslu og stofnanir Garðabæjar í samvinnu við Unicef á Íslandi.

Meðal annarra ræðumanna var Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og Margrét Júlía Rafnsdóttir frá samtökunum Barnaheill sem kynnti Námsvefinn www.barnasattmali.is.  Eyrún María Rúnarsdóttir doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands kynnti  rannsókn á líðan ungmenna á Íslandi.Ingi B. Poulsen umboðsmaður borgarbúa Reykjavíkur fjallaði um bann við mismunun, jafnræðisregluna, leiðbeiningarskyldu og stöðu barna almennt. Að lokum ræddi María Rún Gunnarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu um Ísland og Barnasáttmálann. Að framsögum loknum sátu frummælendur fyrir svörum frá fundargestum. Fundarstjóri var Stefán I. Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Morgunverðarfundurinn var seinni fundurinn af tveimur sem haldnir voru í tilefni af lögfestingu Barnasáttmálans á Íslandi. Að fundunum stóðu Teymi um málefni innflytjenda, umboðsmaður barna, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Námsgagnastofnun, Reykjavíkurborg, Samtökin Móðurmál og Samtök kvenna af erlendum uppruna.

Á myndinni frá vinstri eru Hjördís Eva Þórðardóttir starfsmaður UNICEF á Íslandi, Áslaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólafulltrúi Garðabæjar.