14. nóv. 2013

Léku sér á nýju útikennslusvæði

Börnin á deildinni Hnoðraholti fóru ásamt kennurunum sínum í nóvember í gönguferð á útikennslusvæði leik- og grunnskóla Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Börnin á deildinni Hnoðraholti fóru ásamt kennurunum sínum í nóvember í gönguferð á útikennslusvæði leik- og grunnskóla Garðabæjar sem staðsett er skammt frá Bæjarbóli. Þar hefur verið útbúið svæði með hólum og lautum, stóru grjóti og trjádrumbum til að börnin geti kynnst ólíku landslagi og gróðri.

Börnin fengu að leika sér frjálst á svæðinu. Þau gengu upp hólana og rúlluðu sér niður, æfðu jafnvægi á trjánum, klifruðu upp á stóra steina og stukku fram af þeim. Leikgleðin var mikil og voru börnin áhugasöm og áköf í að prófa sem flest á þessu skemmtilega svæði. Að leik loknum hlupu börnin svo til baka á leikskólann, kát og rjóð í kinnum.

Þetta svæði er opið fyrir alla bæjarbúa sem geta komið þangað og leikið sér með börnunum sínum.

Hægt er að skoða myndir af þessari skemmilegu ferð hér.