22. maí 2014

Unnið að gerð hljóðmana við Vífilsstaðaveg

Framkvæmdir eru hafnar við gerð hljóðmana við Vífilsstaðaveginn til að bæta hljóðvist í efri-Lundum. Manirnar voru hannaðar í samráði við þá íbúa í Lundum sem búa næst Vífilsstaðavegi.
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir eru hafnar við gerð hljóðmana við Vífilsstaðaveginn til að bæta hljóðvist í efri-Lundum. Manirnar voru hannaðar í samráði við þá íbúa í Lundum sem búa næst Vífilsstaðavegi.

Síðastliðið sumar voru haldnir tveir fundir með íbúum þar sem farið var yfir tillögur að landslagsmótun meðfram Vífilsstaðavegi sem miðar að bættri hljóðvist. Á fyrri fundinum komu fram ábendingar frá íbúum og voru tillögurnar útfærðar í samræmi við þær. Leiðarljósið við hönnunina er að samræma eins og hægt er óskir um útsýni og hljóðvist, með því að hámarki útsýnið og lágmarka hljóðið.  Sjá frétt frá 19. júlí 2013.