1. nóv. 2013

Örnámskeið í notkun spjaldtölva í leikskólastarfi

Þær Hólmfríður Hilmarsdóttir á leikskólanum Bæjarbóli og Ragnheiður Eva Birgisdóttir á leikskólanum Hæðarbóli héldu örnámskeið í notkun spjaldtölva fyrir starfsfólk leikskóla í vikunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Þær Hólmfríður Hilmarsdóttir á leikskólanum Bæjarbóli og Ragnheiður Eva Birgisdóttir á leikskólanum Hæðarbóli héldu örnámskeið í notkun spjaldtölva fyrir starfsfólk leikskóla í vikunni. Á námskeiðinu var meðal annars farið yfir hvernig hægt er að vinna með brúðuleikhús og bókagerð í spjaldtölvu með leikskólabörnum. Einnig hvernig börnin geta haft samskipti við börn á öðrum leikskólum, sungið fyrir þau og sýnt þeim leikskólann sinn í gegnum spjaldtölvuna.

Á örnámskeiðinu miðluðu þær Hólmfríður og Eva af reynslu sinni sem þátttakendur í Ilek en það er heitið á norrænu samstarfsverkefni leikskóla sem Garðabær hefur umsjón með og hófst fyrr í haust. Þátttakendur í verkefninu eru leikskólar frá vinabæjunum Asker í Noregi, Eslöv í Svíþjóð og Jakobstad í Finnlandi auk Bæjarbóls og Hæðarbóls.  Verkefnið hlaut á þessu ári styrk frá Nordplus áætluninni til að koma á samskiptum á milli þeirra leikskóla sem taka þátt, bjóða upp á námskeið og fundi til að þróa verkefnið í sameiningu.