25. okt. 2013

Fræðsluskilti um Búrfellshraun

Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar afhjúpuðu nýtt fræðsluskilti um Búrfellshraun við Bala í gær að að viðstöddum fulltrúum náttúruverndarnefnda sveitarfélaga
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar afhjúpuðu nýtt fræðsluskilti um Búrfellshraun við Bala í gær að að viðstöddum fulltrúum náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem voru á ársfundi sínum í Garðabæ. Tildrög þess að fræðsluskilti um Búrfellshraun var sett upp á Bala við bæjarmörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar má rekja til málþings um Búrfellshraun sem haldið var í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í samstarfi hraunavina og Garðabæjar í maí sl. en þá ákváðu bæjarstjórar sveitarfélaganna tveggja að standa saman að gerð og uppsetningu slíks skiltis.