22. okt. 2013

55 ára afmæli Flataskóla

Flataskóli fagnaði 55 ára afmæli sínu fyrir helgina. Haldið var upp á daginn með pönnukökuveislu.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli fagnaði 55 ára afmæli sínu fyrir helgina. Haldið var upp á daginn með pönnukökuveislu. Það voru vaskar fyrrverandi starfskonur Flataskóla sem mættu í skólann snemma morguns og bökuðu alls um 700 pönnukökur. 

Eftir hádegið mættu allir í hátíðarsal skólans og sungu gamla skólasöngva og skoðuðu myndir frá skólastarfinu áður fyrr. Margir nemendur sáu myndir af pabba og mömmu, frændum og frænkum og jafnvel afa og ömmu á gömlum myndum sem varpað var upp á stórt tjald í salnum.

Eftir myndasýninguna fengu allir pönnukökur og djús. Hátíðarbragur var í salnum því flestir mættu í sparifötunum sem gaf skemmtilegan svip á samkomuna.