17. okt. 2013

Hvergi lægra hlutfall innbrota á heimili

Það er leitun að jafn friðsamlegu svæði og Garðabæ, á höfuðborgarsvæðinu, sagði Ómar Smári Ármannsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, á árlegum haustfundi með lögreglunni sem haldinn var í gær.
  • Séð yfir Garðabæ

Það er leitun að jafn friðsamlegu svæði og Garðabæ, á höfuðborgarsvæðinu, sagði Ómar Smári Ármannsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, á árlegum haustfundi með lögreglunni sem haldinn var í gær.

Í máli Ómars Smára kom fram að hvergi er lægra hlutfall innbrota á heimila en í Garðabæ og að ofbeldisbrot þekkist þar varla í dag. Þetta rekur lögreglan m.a. til þess hversu öflugir Garðbæingar hafa verið í nágrannavörslu og sagði Ómar að þar væru þeir ákveðnir brautryðjendur. 

Ómar Smári nefndi nýjar leiðir sem lögreglan hefur farið í samskiptum við fólk og sagði m.a. frá því að 47% þeirra sem leita til lögreglunnar með fyrirspurnir eða ábendingar geri það í gegnum samfélagsmiðla.

Á fundinum var m.a. rætt um göngu- og reiðhjólastíga og mikilvægi þess að kenna börnum að sýna tillitssemi þegar þau ferðast um á hjóli. Þá var spurt um rafmagnsvespur og hvort ástæða væri til að vera með skipulagða fræðslu inni í skólunum um þær og meðferð þeirra. Egill Bjarnason, sem var staðgengill lögreglustjóra á fundinum, tók vel í þá hugmynd og sagðist koma henni á framfæri við Samgöngustofu. 

Á meðfylgjandi glærum sést tíðni algengra brotaflokka í Garðabæ, borið saman við höfuðborgarsvæðið í heild sinni ásamt niðurstöðum úr könnun á viðhorfi fólks til lögreglunnar. 

Glærur frá fundi með lögreglunni 16. október 2013