10. okt. 2013

Kaldavatnsleysi á Álftanesi föstudaginn 11. október

Vegna viðgerðar á stofnlögn vatnsveitunnar á Álftanesi verður lokað fyrir kalda vatnið föstudaginn 11. október frá hádegi og til kl. 17:00. Íbúum er bent á að gæta sérstakrar varúðar þar sem einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum.
  • Séð yfir Garðabæ

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur:

Vegna viðgerðar á stofnlögn vatnsveitunnar á Álftanesi verður lokað fyrir kalda vatnið föstudaginn 11. október frá hádegi og til kl. 17:00. Íbúum er bent á að gæta sérstakrar varúðar þar sem einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum.

Loka þarf fyrir vatnið á hádegi vegna viðgerðarinnar og gert er ráð fyrir að vatnið komist á að nýju um kl. 17:00. Foreldrum er bent á að brýna fyrir börnum sínum hættuna af því að á meðan lokað er fyrir kalda vatnið kemur eingöngu heitt vatn úr blöndunartækjum.

Ef sturta þarf niður má nota til þess heita vatnið. Við vörum við brunahættu og að heitt vatn getur skemmt postulín. Þurfi að nota vatn, meðan á kaldavatnsleysinu stendur, má nota vatn úr heita krananum og kæla það niður áður en það er notað. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Tilkynningar hafa verið bornar í hús og þeir íbúar sem eru með farsímanúmerin sín skráð á sín heimilisföng fá SMS skeyti um lokunina.

Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta skapar

Sjá einnig tilkynningu á vef OR.

ATH af þessum sökum verður íþróttamiðstöðin á Álftanesi lokuð á meðan viðgerð stendur yfir.