30. sep. 2013

Fyrsta og annað sæti í boccia

Eldri borgarar úr boccialiðum Garðbæinga voru sigursælir í Kópavogsmóti í boccia sem haldið var um helgina.
  • Séð yfir Garðabæ

Eldri borgarar úr boccialiðum Garðbæinga voru sigursælir í Kópavogsmótinu í boccia sem haldið var um helgina. 

Alls tóku átta lið þátt í mótinu og í lok þess vermdu lið úr Garðabæ tvö efstu sætin. 

Neisti 2 úr Garðabæ var í fyrsta sæti og Neisti 1, líka úr Garðabæ í öðru sæti.

Neisti 2 er skipað: Óla Kr., Jóni Sverri, og Sigurbirni og liðsmenn í Neista 1 eru þau; Sveinn, Ólafía Hrönn, Þóra og Ester. 
 
Á myndinni eru liðin sigursælu, talið frá vinstri:
Þóra, Sveinn, Ólafía Hrönn, Jón Sverir, Sigurbjörn, Óli Kr. Borgþór, Gunnlaugur og Baldur.