18. sep. 2013

Samið um kaup á Holtsbúð 87

Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa húsnæðið að Holtsbúð 87, þar sem hjúkrunarheimilið Holtsbúð var lengi til húsa, af St. Jósefssystrum, eigendum hússins.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa húsnæðið að Holtsbúð 87, þar sem hjúkrunarheimilið Holtsbúð var lengi til húsa, af St. Jósefssystrum, eigendum hússins.

Fyrir liggur tilboð um kaupverð að fjárhæð 200 milljónir sem greiða skal á tíu árum, verðtryggt en vaxtalaust. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að viðskiptin gangi í gegn í mars 2014.

Í dag er fyrirtækið Sinnum með starfsemi í húsinu og er gert ráð fyrir að sú starfsemi eða sambærileg verði rekin þar áfram eftir að Garðabær eignast húsið.

Bæjarstjórn tekur endanlega ákvörðun um samþykki tilboðsins á næsta fundi sínum.