9. sep. 2013

Bæjarfulltrúum fjölgað í 11

Bæjarfulltrúum fjölgað úr 7 í 11 á næsta kjörtímabili svk. nýrri samþykkt um stjórn Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ
Ný samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013 var samþykkt í lok ágúst og hefur verið birt í B- deild Stjórnartíðinda. 

Samþykktin gerir ráð fyrir að bæjarfulltrúum verði fjölgað úr 7 í 11 við bæjarstjórnarkosningar í maí 2014. Fjölgunin er til komin vegna fjölgunar íbúar í sveitarfélaginu en í sveitarstjórnarlögum segir að í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa skuli aðalmenn í sveitarstjórn vera 11-15 talsins.

Í samþykktinni er einnig gert ráð fyrir að á næsta kjörtímabili fjölgi fulltrúum í bæjarráði úr 3 í 5. 

Skipan nefnda verður á næsta kjörtímabili að mestu leyti óbreytt frá því sem nú er.

Samþykkt um stjórn Garðabæjar