6. sep. 2013

Göngum í skólann sett í Álftanesskóla

Verkefnið, Göngum í skólann var sett í vikunni í Álftanessskóla. Álftanesskóli hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu á undanförnum árum og það sama á við um Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla sem allir eru skráðir til leiks í ár.
  • Séð yfir Garðabæ

Verkefnið, Göngum í skólann var sett í vikunni í Álftanessskóla. Álftanesskóli hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu á undanförnum árum og það sama á við um Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla sem allir eru skráðir til leiks í ár.

Margir góðir gestir mættu í Álftanesskóla í tilefni dagsins. Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri Álftanessskóla bauð gesti velkomna og sagði frá því hvað Álftanesskóli hefur gert í tilefni átaksins á undanförnum árum. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ tók svo við en hann sagði frá verkefninu og kynnti bakhjarla þess. Aðstandendur verkefnisins afhentu skólanum fána verkefnisins sem fær að blakta við skólann meðan á átakinu stendur.

Við setninguna söng Sigríður Thorlacius við gítarundirleik Daníels Friðriks Böðvarssonar.

Verkefninu var svo hleypt formlega af stokkunum með því að nemendur úr Álftanessskóla gengu eða hjóluðu hring í nærumhverfi skólans. Einnig gengu krakkar úr leikskólunum á Álftanesi, Krakka- og Holtakoti.

Í ár tekur Ísland þátt í sjöunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi fer skráning skóla mjög vel af stað, enn geta skólar bæst í hópinn. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 2. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október nk.´

Ítarlegri frétt er á vef Álftanesskóla.

Fleiri myndir eru á vef Álftanesskóla.