28. ágú. 2013

Samningur um Heiðmörk

Nýlega var undirritaður samstarfsamningur milli Garðabæjar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um rekstur Heiðmerkur.
  • Séð yfir Garðabæ

Nýlega var undirritaður samstarfsamningur milli Garðabæjar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um rekstur Heiðmerkur.

Samningur var undirritaður að loknum aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem var haldinn í Kirkjuhvoli í Garðabæ dagana 23.-25. ágúst. Viðstaddir athöfnina sem fór fram í Vífilsstaðahlíð voru fulltrúar skógræktarfélaganna er sátu landsfundinn. 

Samningurinn nær til þess hluta Heiðmerkur sem er innan bæjarlands Garðabæjar. Svæðið hefur verið í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur frá árinu 1957 þegar gerður var samningur við stjórnarnefnd Ríkisspítala, landeiganda Vífilsstaða. Garðabær keypti stærstan hluta Vífilsstaðalands árið 1997 þ.e. þann hluta sem er ofan svokallaðs Flóttamannavegar/Elliðavatnsvegar.

Garðabær hefur styrkt rekstur Heiðmerkur með árlegum fjárveitingum, en samningurinn bætir stöðu umsjónaraðila verulega. Samningurinn gildir til tveggja ára.

Eins og sjá má af myndunum var skógræktarfólk kátt yfir góðum samningi, þótt hann ringdi.

Á myndinni undirrita samninginn þeir Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar.