Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfs
Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfs verður í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs fimmtudaginn, 25 júlí frá 16-19. Anddyrið verður því undirlagt af myndlist, ljóðlist, vöruhönnun
Hóparnir í ár eru fjölbreyttir og munu allir sýna afrakstur sumarsins, hver með sínum hætti. Anddyrið verður því undirlagt af myndlist, ljóðlist, vöruhönnun, kynningarefni fyrir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ljósaskúlptúr, LEGO-módelum og lifandi tónlistarflutningi svo fátt eitt sé nefnt.
Einnig verður þar líflegur fatamarkaður þar sem starfsmenn Skapandi sumarstarfs selja gamlar og ónotaðar flíkur á hóflegu verði.
Í Garðabæ búa hugmynda- og hæfileikarík ungmenni, sem hafa fengið tækifæri til að vinna að sínum hugðarefnum í sumar. Um leið og við þökkum fyrir sumarið, hvetjum við Garðbæinga til að mæta í Ásgarð á fimmtudag og upplifa sköpunargleði ungmenna bæjarins