18. júl. 2013

Krakkakot á ferð og flugi

Það er mikið um að vera á náttúruleikskólanum Krakkakoti núna yfir hásumarið. Í þessari viku hafa börnin farið í fjöruferð, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í íþróttahúsið auk þess að hafa málað, föndrað og sullað "heima" á leikskólanum.
  • Séð yfir Garðabæ

Það er mikið um að vera á náttúruleikskólanum Krakkakoti núna yfir hásumarið. Í þessari viku hafa börnin farið í fjöruferð, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og íþróttahúsið auk þess að hafa málað, föndrað og sullað "heima" á leikskólanum.

Tóku þrjá strætisvagna

Á mánudaginn var farið í Gesthúsafjöruna þar sem börnin leituðu að skeljum og kröbbum og endað var á því að grilla pylsur og borða í fjörunni. Á þriðjudaginn lá leiðin í íþróttahúsið á Álftanesi þar sem allir fengu ríkulega útrás fyrir hreyfiþörf sína. Ævintýrin héldu áfram á miðvikudaginn en þá var farið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Til að komast þangað þurfti að taka þrjá strætisvagna, sem er nú ævintýri út af fyrir sig. Á fimmtudeginum héldu börn og starfsfólk sig í leikskólanum, máluðu og bjuggu til skutlur og fóru síðan út að sulla og leika sér í sandinum og vatninu.

Ekki er allt búið enn því stefnt er á aðra fjöruferð vikunnar á föstudag og þá í fjöruna við Helguvík.

Fylgist með á nýja vefnum

Starfsfólk Krakkakots tók nýlega í notkun nýja vefsíðu og þar er hægt að fylgjast með ævintýrum barnanna frá degi til dags í skemmtilegum frásögnum úr starfinu.

www.krakkakot.is