18. júl. 2013

Myndlistarsýning á Garðatorgi

Sýningin "Dömur mínar og herrar", myndlistarsýning Svanhildar Höllu Haraldsdóttur, opnar fimmtudaginn 18. júlí kl. 18 í sal Grósku á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Sýningin "Dömur mínar og herrar", myndlistarsýning Svanhildar Höllu Haraldsdóttur, opnar fimmtudaginn 18. júlí kl. 18 í sal Grósku á Garðatorgi.

Svanhildur Halla hefur í sumar unnið með Skapandi sumarhópnum hjá Garðabæ að vatnslita- og olíuportretmyndum.

Sýningin verður opin dagana 18.-21. júlí kl. 12-16 hvern dag.

Skapandi sumarhópur hvetur Garðbæinga til að skoða sýninguna og sjá þar dæmi um afrakstur starfsins í sumar.

Upplýsingar um sýninguna á facebook.