11. júl. 2013

Stórtónleikar í Garðabæ 31. ágúst

Garðabær og hljómsveitin Of Monsters and Men standa fyrir stórtónleikum á túninu við Vífilsstaði laugardaginn 31. ágúst nk.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær og hljómsveitin Of Monsters and Men standa fyrir stórtónleikum á túninu við Vífilsstaði laugardaginn 31. ágúst nk. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn frá því snemma á þessu ári og lýkur henni með tónleikunum í Garðabæ.

Of Monsters and Men kom fram á tónleikum í Hljómskálagarðinum síðastliðið sumar. Meðlimum hljómsveitarinnar fannst það svo skemmtilegt að þeir vildu gjarnan gera eitthvað sambærilegt í ár.

Um sannkallaða stórtónleika verður að ræða en Mugison, Moses Hightower og Lay Low munu einnig koma þar fram.

Undirbúningur fyrir þennan stóra viðburð stendur yfir hjá Garðabæ og hefur gert það um tíma. Gert er ráð fyrir að kostnaður við tónleikana verði um 10-13 milljónir króna.

Þrír af fimm meðlimum hljómsveitarinnar eru úr Garðabæ og fjórði meðlimurinn, söngkonan Nanna Bryndís, býr nú í Garðabæ.