28. jún. 2013

Snyrtilegt umhverfi 2013

Umhverfisnefnd Garðabæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækis 2013
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisnefnd Garðabæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækis 2013. Einnig er leitað ábendinga um snyrtileg opin svæði og götu.

Umhverfisnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi. Ábendingar um lóðir og svæði sem koma til greina í ár þarf að senda inn fyrir 15. júlí.

Hægt er að skila ábendingum:
 Í þjónustuver Garðabæjar
Garðatorgi 7
sími: 525 8500

eða til umhverfisstjóra í netfangið: erlabil@gardabaer.is  

Myndin er frá Tjarnarflöt 8 sem var ein af þeim lóðum sem veittar voru viðurkenningar fyrir á síðasta ári.