24. jún. 2013

Sumarlestur bókasafnsins

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar er hafinn og nú þegar hafa um 250 börn skráð sig til þátttöku þar af 90 börn á Álftanesi. Sumarlesturinn stendur fram til 16. ágúst
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar er hafinn og nú þegar hafa um 250 börn skráð sig til þátttöku þar af 90 börn á Álftanesi. Sumarlesturinn stendur fram til 16. ágúst og markmiðið er að hvetja börn til lesturs yfir sumartímann svo þau tapi ekki niður lestrarkunnáttu sinni í sumarfríinu.

Skráning stendur enn yfir og hægt að skrá sig annað hvort í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi eða í Álftanessafni sem staðsett er í Álftanesskóla (gengið inn frá Eyvindarstaðavegi).  Álftanessafnið verður opið í sumar (18. júní - 31, júlí) alla virka daga frá frá 13-15. Hægt er að fá lánaðar bækur og skila hvort heldur er í safninu á Garðatorgi eða á Álftanesi.
 
Sumarlestri lýkur með lokahátíð í ágúst þar sem afhent verða verðlaun og viðurkenningar og boðið upp á skemmtiatriði og veitingar.  Bókasafn Garðabæjar er með vefsíðu og heldur einnig úti skemmtilegri fésbókarsíðu.