14. jún. 2013

17. júní í Garðabæ

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði á 17. júní hátíðarhöldunum í Garðabæ nk. mánudag.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölbreytt  og skemmtileg dagskrá er í boði á 17. júní hátíðarhöldunum í Garðabæ nk. mánudag.  Morgundagskráin fer fram víðs vegar um Garðabæ, m.a. verður 17. júnímót Golfklúbbs Álftaness, hestaferðir fyrir framan Álftaneslaug, kanó- og kajaksiglingar við ströndina í Sjálandi. Um daginn verður  frítt í sund í Álftaneslaug og ókeypis veiði í Vífilsstaðavatni. 

Hátíðardagskrá verður haldin við íþróttamiðstöð Álftaness kl. 10:30, skrúðgangan leggur af stað kl. 10:15 og kl. 10 verður helgistund í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.  Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Álftaness er haldið í hátíðarsal íþróttamiðstöðvar Álftaness kl. 15-17. 

Í Vídalínskirkju hefst hátíðarstund kl. 13.15 og skrúðganga leggur af stað kl. 14 frá Vídalínskirkju að hátíðarsvæði við Garðaskóla þar sem verður fjölbreytt dagskrá frá kl. 14:30-16:30.  Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar er haldið í Flataskóla kl.14:30-17.   Dagskráin að degi til er í umsjón Skátafélagsins Vífils.

Um kvöldið verða haldnir hátíðartónleikar í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, kl. 20.00. Þar stígur hljómsveitin Salon Islandus á svið ásamt Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu.  Þar verður flutt vínartónlist og boðið upp á létta og skemmtilega dagskrá við allra hæfi.  Aðgangur að tónleikunum er ókeypis í boði Garðabæjar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá fyrir 17. júní í Garðabæ er aðgengileg hér á heimasíðu Garðabæjar