7. jún. 2013

Frímerkjasýning í Ásgarði

Sýningin NORDIA 2013 er heitið á norræni frímerkjasýningu sem opnaði í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ föstudaginn 7. júní og stendur til sunnudagsins 9. júní.
  • Séð yfir Garðabæ

Sýningin NORDIA 2013 er heitið á norræni frímerkjasýningu sem opnaði í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ föstudaginn 7. júní og stendur til sunnudagsins 9. júní. Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara stendur fyrir sýningunni sem eru haldnar til skiptis á Norðurlöndunum og er nú haldin í sjötta sinn á Íslandi.  Á sýningunni eru um 700 rammar og safnarar frá Norðurlöndunum sýna í alls konar sýningarflokkum.

Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpaði gesti við opnun sýningarinnar ásamt fulltrúa Íslandspóst. Á meðal gesta var Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og fjöldi gesta frá aðildarfélögum landssambanda frímerkjasafnara á Norðurlöndum auk félaga í Scandinavian Collectors Club í Bandaríkjunum.  Ungir listamenn í Listahópi Garðabæjar spiluðu og sungu við opnunina.  Í tengslum við sýninguna var haldin teiknimyndasamkeppni meðal grunnskólabarna í grunnskólum Garðabæjar í 5. og 8. bekk, tilkynnt verður um vinningshafa laugardaginn 8. júní í Ásgarði.
 

Sýningin er opin:

Föstudaginn 7. júní kl. 13-18,
laugardaginn 8. júní kl. 10-17.30
sunnudaginn 9. júní kl. 10-16

Nánari upplýsingar eru á vef sýningarinnar, nordia2013.is