29. maí 2013

Lætur af störfum sem bæjarfulltrúi

Ragný Þóra Guðjohnsen sat sinn síðasta fund bæjarráðs í vikunni en hún hefur látið af störfum sem bæjarfulltrúi vegna brottflutnings úr bænum.
  • Séð yfir Garðabæ

Ragný Þóra Guðjohnsen sat sinn síðasta fund bæjarráðs í vikunni en hún hefur látið af störfum sem bæjarfulltrúi vegna brottflutnings úr bænum.

Ragný Þóra hefur verið bæjarfulltrúi fyrir M-lista, Fólksins í bænum frá árinu 2010. Áður var hún varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á árunum 2006-2010.

Ragný hefur átt sæti í ýmsum nefndum Garðabæjar, byggingarnefnd, skipulagsnefnd, forvarnanefnd, skólanefnd, verkefnahópi um miðbæ Garðabæjar og kjörstjórn.

Sæti Ragnýjar í bæjarstjórn tekur María Grétarsdóttir.

Í lok fundar bæjarráðs þakkaði Erling Ásgeirsson, formaður ráðsins Ragnýju Þóru fyrir farsælt samstarf í bæjarráði og óskaði henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar á nýjum vettvangi.