3. maí 2013

Vorhreinsun lóða að hefjast

Hin árlega vorhreinsun lóða verður dagana 10. - 17. maí.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær hvetur bæjarbúa til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 10. 17. maí. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar verða á ferðinni þessa daga og fjarlægja garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Í fyrra var gríðarlega góð þátttaka í vorhreinsun og mátti þá sjá myndarlegur greinahrúgur og svarta plastpoka fulla af öðrum garðúrgangi sem biðu þess að vera sóttir, í nánast hverri götu.

Hreinsun á garðúrgangi fer fram eftirfarandi daga:

Föstudagur 10. maí  - Álftanes
Mánudagur 13. maí - Flatir og efri Lundir
Þriðjudagur 14. maí - Lundir, Byggðir, Tún, Móar og Mýrar
Miðvikudagur 15. maí - Búðir, Hnoðraholt, Bæjargil og Hæðir
Fimmtudagur 16. maí - Akraland, Arnarnes, Fitjar, Grundir, Sjáland og Ásar
Föstudagur 17. maí - Prýðar, Hleinar og Urriðaholt

Umhverfisnefnd Garðabæjar hvetur alla bæjarbúa til að taka þátt í hreinsunarátakinu og gera Garðabæ að enn betri og snyrtilegri bæ.

Hreinsunarátak og vorhreinsun

Leiðbeiningar um umhirðu lóða