29. apr. 2013

Góð kjörsókn í Garðabæ

Kosningar til Alþingis gengu vel í Garðabæ og kosningaþátttaka var eilítið hærri en á landínu í heild. Í fyrsta skipti voru tveir kjörstaðir í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Kosningar til Alþingis gengu vel í Garðabæ og kosningaþátttaka var eilítið hærri en á landínu í heild. Í fyrsta skipti voru tveir kjörstaðir í Garðabæ, annars vegar í FG og hins vegar í Álftanesskóla. Kjördeildum í FG var fjölgað um eina frá því sem verið hefur og voru þær nú sjö.

Á kjörskrá í Garðabæ voru 10.532. 
Á kjörstað greiddu atkvæði 7.414. eða 70,4%.
Utankjörfundaratkvæði voru 1.523 eða 14,5%.
Alls greiddu því atkvæði 8.937 og var kjörsókn 84,9% en hún var 81,4% á landinu í heild.

Á kjörskrá í FG voru 8.888 og greiddu atkvæði á kjörstað 6.133 eða 69%.
Í Álftanesskóla voru 1.644 á kjörskrá og greiddu atkvæði á kjörstað 1.281 eða 77,92%.

Þessi munur á kjörsókn í FG og Álftanesskóla skýrist að hluta til af því að í FG eru á kjörskrá Íslendingar sem búsettir er erlendis en áttu fyrir brottför lögheimili á Álftanesi eða í Garðabæ.