26. apr. 2013

Sumri fagnað

Góð þátttaka var í hátíðarhöldum í Garðabæ á sumardeginum fyrsta í gær
  • Séð yfir Garðabæ

Garðbæingar létu kulda og smá snjókomu ekki koma í veg fyrir að þeir fögnuðu á sumardeginum fyrsta í gær. Að venju var það Skátafélagið Vífill sem stóð fyrir hátíðarhöldum sem hófust með skátamessu þar sem nokkrir skátar voru heiðraðir fyrir góð störf og allir viðstaddir skátar endurnýjuðu skátaheitið.

Að messu lokinni var farið í skrúðgöngu að Hofsstaðaskóla við undirleik Blásarasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar. Við Hofsstaðaskóla tóku síðan við fjölbreytt skemmtiatriði, leiktæki og hið víðfræga kökuhlaðborð Vífils.